fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Tara Margrét og Móði Bessi tókust á um fitufordóma – „Greinir þú mig með matarfíkn út frá holdafari mínu?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 12:00

Móði Bessi og Tara Margrét. Samsett mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, og einkaþjálfarinn Þormóður Bessi Kristinsson, betur þekktur sem Móði Bessi, komu til Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþáttinn Eigin Konur til að ræða um fitufordóma.

Þátturinn er óbeint framhald af þætti Eigin Kvenna sem kom út í síðustu viku þegar tveir átján ára drengir og Erna Kristín Stefánsdóttir ræddu um fitubrandara Egils „Gillz“ Einarssonar. Drengirnir komu í þáttinn til að verja grínið og Erna til að gagnrýna það.

Sjá einnig: Sauð upp úr þegar tveir 18 ára drengir rökræddu við Ernu um fitubrandara Gillz

Tara Margrét mætti í þáttinn til að ræða um skaðsemi fitufordóma og Móði Bessi um skaðsemi ofþyngdar. Umræðurnar voru áhugaverðar í þættinum, sem er rúmlega 80 mínútur að lengd, en þess má geta að Tara Margrét mætti með nokkrar glærur til þess að færa rök fyrir sínum málum.

Heilbrigði og ofþyngd

Tara Margrét segir að það sé vissulega fylgni á milli þess að vera óheilbrigður og vera í ofþyngd, en ekki sé um að ræða orsakasamband.

Edda talar um fólk sem er í yfirþyngd en „er heilbrigt á öllum sviðum“, eins og hreyfir sig reglulega, borðar hollt og allar blóðprufur eru góðar.

„Ég held að það sé undantekningin frá reglunni, að fólk sé í yfirþyngd og er mjög heilbrigt,“ segir Móði Bessi.

„Það er 30 prósent af fólki sem er feitt sem er að laust við þessa „markers“, á meðan 30 prósent af fólki í kjörþyngd er með þessa „markers“. Þannig jú eins og ég sagði áðan það eru meiri líkur ef þú ert feitur að vera með þessa „markers“, það er alveg rétt. Spurningin er af hverju. Ef við ætlum að nota útlit til að dæma heilbrigði þá erum við að misgreina 30 prósent af fólki. Við erum bæði að segja grönnu fólki í kjörþyngd sem eru með þessa „markers“ að það þurfi ekki að hafa áhyggjur því það er ekki feitt og við erum að segja feitu fólki að fara í skaðlegar þyngdartapstilraunir og annað sem að eyðileggur enn frekar heilsu þeirra þegar það er fullkomlega heilbrigt,“ segir Tara Margrét.

Samfélagsleg ábyrgð

Móði Bessi tekur undir að lausnin felist ekki í fordómum eða í því að smána feitt fólk.

„En samfélagið okkar er þannig byggt að við tökum á samfélagslegum vandamálum með því að hver ber ábyrgð á sínum félaga. Sama með áfengisvandamál eða önnur neysluvandamál. Fólk reynir að tækla þessi vandamál saman. Þó svo að ég sé edrú og ég nota ekki áfengi, þá samt kemur það mér við ef einhver vinur minn er alkóhólisti, mér ber að hafa áhyggjur af því og segja honum: „Hey þetta er orðið svolítið gott.““

Tara Margrét grípur þá fram í Móða Bessa og spyr: „Greinir þú mig með matarfíkn út frá holdafari mínu?“

„Ég veit ekkert um þig og þekki þig ekki, þannig veit ekkert um það,“ segir hann þá og bætir við:

„Það er einhver neysla sem leiddi til þess að þú bættir á þig mikið af kílóum.“

„Já átröskun og megrun, vel fram eftir aldri til svona 25 ára,“ svarar Tara Margrét.

Ljóst var að Tara Margrét og Móði Bessi voru á öndverðum meiði í málaflokknum en náðu þó saman um að þörf væri á meiri fræðslu auk þess sem fordómar væru aldrei svarið.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur