fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bannað að koma aftur í dýragarðinn – Átti í „sambandi“ við simpansa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 06:59

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur dýragarðsins í Antwerpen í Belgíu hafa bannað Adie Timmermans að koma oftar í dýragarðinn. Ástæðan er „samband“ hennar við simpansann Chita. Chita kom í dýragarðinn fyrir 30 árum og hefur því eytt megninu af ævi sinni í dýragarðinum. Þar hefur hann búið með öðrum simpönsum og var samband hans við þá gott þar til fyrir fjórum til fimm árum síðan.

Þá lagði Timmermans leið sína fram hjá apabúrinu og svo virðist sem fljótlega hafi einhverskonar tengsl eða samband komist á á milli hennar og Chita. Eftir þetta heimsótti hún Chita vikulega en nú er þessum heimsóknum lokið að sögn Newsweek.

„Ég elska dýr og hann elskar mig. Ég hef ekkert annað. Af hverju að taka þetta af mér? Við áttum í sambandi, það verð ég að játa,“ sagði Timmermans í samtali við Newsweek.

Það er rétt að taka fram að þegar hún segir að þau hafi átt í sambandi þá var um fallegt samband að ræða þar sem Timmermans heimsótti Chita einu sinni í viku og þau vinkuðu hvort öðru og sendu fingurkossa í gegnum girðinguna. Það er þetta sem Timmermans lýsir sem „sambandi“ þeirra.

En nú getur hún ekki heimsótt Chita oftar þar sem stjórnendur dýragarðsins hafa bannað henni að koma oftar. Ástæðan er að dýragæslufólk telur að Chita geti ekki átt í eðlilegum samskiptum við hina simpansana því hann var svo upptekinn af Timmermans. Þetta varð að sögn til þess að hinir aparnir byrjuðu að hunsa hann og er hann því einn megnið af deginum. Nú á að reyna að breyta því með því að loka á heimsóknir frá Timmermans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin