Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í danska boltanum í leikjum sem nú er nýlokið.
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg og lagði upp bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Randers í efstu deild. Stefán lék stærsta hluta leiksins.
Silkeborg er í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki.
Kristófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði Sonderjyske í 2-2 jafntefli gegn Viborg í sömu deild. Hann lék í rúma klukkustund.
Sonderjyske er í níunda sæti deildarinnar með 5 stig eftir sjö leiki.
Lyngby, undir stjórn Freys Alexanderssonar, tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku B-deildinni gegn Horsens á heimavelli. Lokatölur urðu 1-2. Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður fyrir Lyngby og spilaði í um 20 mínútur. Aron Sigurðarson sat allan leikinn á varamannabekk Horsens.
Lyngby er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki. Liðið er 3 stigum á eftir toppliði Helsingör.