fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskt barn verður boltaberinn á leik Íslands og Argentínu á HM

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll börn fædd 2004 – 2007 eiga möguleika á að verða fyrir valinu.

Íslenskt barn mun hljóta þann heiður að verða fyrsti boltaberi í sögu Íslands á HM. Barnið mun afhenda strákunum okkar og Messi keppnisboltann í landsleik Íslands og Argentínu í Rússlandi sem fram fer í Moskvu laugardaginn 16. júní næstkomandi.

Bílaumboðið Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi, mun sjá um valið á barninu en Kia Motors er einn aðal styrktaraðili FIFA. Askja hvetur börn fædd árin 2004 til 2007 og forráðamenn þeirra til að gera stutt og einfalt myndband sem sýnir ástríðu barnsins fyrir fótbolta og senda myndbandið til leiks í gegnum vefsíðu. Dómnefnd mun velja 30 áhugaverðustu myndböndin úr innsendingunum, 15 frá stelpum og 15 frá strákum, sem munu keppa í undanúrslitum á Facebook. Tíu efstu munu síðan keppa í úrslitakeppni í lok apríl.

Vinningshafinn mun vinna ferð með forráðamanni til Rússlands á þennan sögulega stórleik þar sem barnið verður fyrsti boltaberi í sögu Íslands á HM.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða en aðeins einn boltaberi verður á hverjum leikjanna 64 sem fram fara á HM.

Nánari útlistun á leiknum er að finna á boltaberi.kia.is og þar verður tekið við innsendingum frá og með næstkomandi mánudegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu