fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Martröð Biden heldur áfram

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 07:59

Bandarísk herþyrla flýgur yfir Kabúl. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær gerðist það sem ekki mátti gerast við flugvöllinn í Kabúl. 13 bandarískir hermenn féllu í árás sjálfsmorðssprengjumanna. Þetta er mesta mannfall Bandaríkjamanna í Afganistan á einum degi í tíu ár. Fram að þessu hafði brottflutningur erlendra ríkisborgara og Afgana frá Kabúl gengið vel fyrir sig. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, var í vanda áður en þetta gerðist vegna ákvörðunar sinnar um að kalla herlið Bandaríkjanna frá Afganistan fyrir lok mánaðarins og valdatöku Talibana. Óhætt er að segja að vandi hans hafi aukist enn frekar í gær og stendur hann eftir mjög laskaður á pólitíska sviðinu. Martröð hans heldur áfram að versna.

Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í gær og sagði að árásanna verði hefnt grimmilega. Stjórnmálaspekingar segja að ljóst sé að Biden sé undir miklum þrýstingi vegna stöðunnar í Afganistan. Þeir segja ljóst að þrátt fyrir að Biden vilji kalla herliðið heim fyrir lok mánaðarins stefni nú í að Bandaríkin sitji áfram föst í Afganistan á einn eða annan hátt og skipti þá engu að Biden vill fá herinn heim.

Vefritið Politico sagði í gær að árás Íslamska ríkisins í gær væri „versti dagur forsetatíðar Joe Biden“. Þetta taka margir undir. Í kjölfar árásanna í gær hafa margir velt því upp hvort Bandaríkjunum takist að flytja síðustu bandarísku ríkisborgarana frá landinu áður en Talibanar loka landinu alveg en þeir segja að ekki komi til greina að framlengja viðveru Bandaríkjahers í landinu. Þeir hafa nær allt landið á sínu valdi en Bandaríkjaher hefur flugvöllinn í Kabúl á sínu valdi.

Varnarmálaráðuneytið telur að enn séu 1.500 Bandaríkjamenn strandaglópar í Afganistan og það sama gildir um mörg þúsund Afgana sem störfuðu með bandaríska herliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn