fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Glæsihöllin í Los Angeles sem tengist eldfimu nafni til sölu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 18:30

Þetta er enginn kofi. Mynd:Coldwell Banker Realty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú átt 28 milljónir dollara á lausa þá er hægt að nota peningana til að kaupa glæsihús í Bel-Air í Los Angeles.  Húsið er heilir 700 fermetrar og í því eru sjö svefnherbergi, fimm baðherbergi, sundlaug og garður með fullt af pálmatrjám. En það er einn galli við að kaupa húsið, því fylgir eiginlega nafn núverandi eiganda og það eru ekki allir sem tengja það við jákvæða hluti.

Eigandi hússins er Ibrahim bin Laden, sem eins og nafnið gefur til kynna er bróðir hryðjuverkamannsins Osama bin Laden sem var heilinn á bak við árás al-Kaída á Bandaríkin í september 2001. New York Post skýrir frá þessu.

Pálmatré og sundlaug. Mynd:Coldwell Banker Realty

Bin Laden hefur átt húsið síðan 1983 en hann hefur ekki komið þangað eftir hryðjuverkaárásina 2001. Hann var í fríi erlendis þegar hún var gerð og hefur ekki þorað að snúa aftur af ótta við að nafn hans valdi honum vandræðum.

Húsið hefur því staðið tómt í tæp tuttugu ár og má nýr eigandi því reikna með að þurfa að sinna margvíslegu viðhaldi á húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga