People skýrir frá þessu. Fram kemur að Morell, sem var 23 ára, hafi yfirgefið tjaldið sitt næsta morgun til að takast á við verkefni sitt.
En engum tókst að ná sambandi við hana og mikil leit hófst en hún bar engan árangur og vikur liðu og ekkert spurðist til hennar.
Á laugardaginn fann göngufólk lík hennar eftir að það hafði tekið eftir fjallgöngubúnaði sem lá innan um steina. Þegar göngufólkið skoðaði þetta nánar sá það lík Morell undir steinum.
Björgunarfólk telur að hún hafi verið að klífa Whitehall Peak þegar hún lenti í stórri skriðu og beið bana.
Leitað hafði verið á svæðinu en að sögn björgunarmanna var mjög erfitt að finna líkið því það var næstum algjörlega grafið undir steinum.
Á sunnudaginn tókst að ná líki hennar undan steinunum og flytja það til byggða.