fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Hannes Hólmsteinn elskar minningagreinar: „Miklu betri aldarspegill en allt rausið í hálfbiluðu fólki, sem situr hér vansælt, stundum drukkið, og hamrar á lyklaborðið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 17:00

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður seint sagt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sé átakafælinn. Um áratugaskeið hefur hann varið Sjálfstæðisflokkinn og leiðtoga hans með kjafti og klóm. Engin breyting varð á því með tilkomu samfélagsmiðla og má nánast segja að prófessorinn njóti þess að hjóla í andstæðinga sína á þeim vettvangi.

Hannes sýnir þó reglulega á sér mýkri hlið á miðlinum og sú var raunin fyrr í dag þegar hann dásamaði minningargreinarnar sem birtast í miðlinum sem hann dýrkar, Morgunblaðinu.

„Minningargreinarnar í Morgunblaðinu og tilkynningarnar um fæðingu og skírn á Snjáldru (Facebook) eru miklu betri aldarspegill en allt rausið í hálfbiluðu fólki, sem situr hér vansælt, stundum drukkið, og hamrar á lyklaborðið,“ skrifar hann.

Að mati Hannesar sýna þessar greinar hversu heppnir landsmenn eru.

„Þessar greinar og tilkynningar bregða upp hugljúfri mynd af venjulegu fólki í lífi þess og önn, hetjum hversdagsins, til dæmis ömmum, sem alltaf bökuðu pönnukökur, þegar barnabörnin komu í heimsókn, og himinlifandi foreldrum, sem ljóma við að sjá sín litlu kríli koma í heiminn, hvert og eitt kraftaverk sjálfrar náttúrunnar. Við búum sem betur fer í einhverju friðsælasta og auðsælasta landi heims, og vonandi breytist það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“