fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð stórtækur í kosningaloforðum – Vill að ríkisborgarar eignist hús, hlut í Íslandsbanka og tjáningarfrelsi

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í þessum sal hef ég áður kynnt óhefðbundnar aðgerðir í stjórnmálum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, áður en hann kynnti „tíu ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“, sem eru ný kosningaloforð flokksins. Óhætt er að taka fram að loforðin eru ansi stórtæk.

Fyrsta loforðið var betri ríkisrekstur fyrir alla. En þar sagði hann að ef ríkissjóður yrði rekinn með afgangi myndu allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar fá helming afgangsins endurgreiddan til jafns. Svo færi hinn helmingurinn í endurgreiðslu skulda ríkissjóðs, eða í varasjóð.

Einnig vill Sigmundur veita öllum íslenskum ríkisborgurum heilbrigðisskimun fyrir hinum ýmsu heilsukvillum. Hann sagði að það myndi bjarga mörgum mannslífum, þar sem að margir sjúkdómar yrðu uppgötvast áður en það yrði of seint

Sigmundur vill veita öllum Íslendingum tækifæri til að eignast húsnæði. Hann vill að ríkið veiti mótframlög sem myndu verða til þess að allir gætu eignast húsnæði. Auk þess vill hann deila þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka til ríkisborgara, en hægt væri að selja þann hlut eftir lok árs 2023.

Síðasta loforðið varðaði tjáningarfrelsi, en Sigmundur segist ætla að innleiða lög sem verja tjáningarfrelsi, en hann virðist vera á þeirri skoðun að tjáningarfrelsi sé ekki tryggt nægilega vel hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu