fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Íslendingar segja frá sínum verstu stefnumótum: „Þeir fóru út á bílastæði og slógust“ – „Kemur aftur inní bíl og biður mig um tott“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 20:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ninna Karla Katrínardóttir, listförðunarfræðingur og meðlimur Öfga, birti fyrir rúmri viku færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún spurði um skemmtilegasta stefnumót sem fólk hafði farið á.

Fólk greindi frá ýmsum skemmtilegum stefnumótum en í gærkvöldi ákvað Ninna að spyrja um hina hliðina á teningnum. „Nú vil ég sögur af VERSTU deitum sem þið hafið farið á,“ skrifaði hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum í gær og svörin fóru að hrannast inn. Ljóst er að margir hafa farið á slæm stefnumót og voru sögurnar jafn fjölbreyttar og þær voru margar.

Kona nokkur segir til dæmis frá því þegar hún fór heim til stráks þegar hún var í menntaskóla. „Horfðum á tvær heilar myndir í sitthvorum sófanum, no action allan tímann. Færðum okkur upp í rúm, fórum að kúra. Hann fretaði svo hátt og mikið og kleip svo í magann á mér og spurði hvenær ég ætlaði að drífa mig í ræktina fyrir útskriftarferð,“ segir konan en hún átti eftir að láta hann sjá eftir því hvernig hann lét.

„Ég endaði á að gera stólpagrín að manninum í skemmtiræðunni á útskriftarkvöldinu okkar. Hann kom til mín með skottið á milli lappanna og baðst innilegrar afsökunnar á þessu. Við erum alveg good í dag, en á þessum tíma var ég bara what the actual fuck ven“

„Þeir fóru út á bílastæði og slógust“

Önnur kona segir svo frá ótrúlegu stefnumóti, það er þó ekki hægt að segja að það sé ótrúlegt á góðan hátt. „Hann fór með mig á Ruby Tuesday. Þegar við löbbuðum inn sátu tveir gaurar þar sem hann greinilega átti eitthvað beef við. Þeir fóru út á bílastæði og slógust. Ég sat bara inni og vissi ekkert. Svo kom hann aftur inn haldandi í hnakkann á öðrum gaurnum og henti honum svona frá sér,“ segir hún um stefnumótið.

Hún segir að maðurinn hafi eftir þetta sagt við hana að þau væru að fara. „Fórum á annan stað og hann borgaði með krumpuðum seðlum sem hann dró uppúr vasanum.“

„Fór ein heim og var rænd“

Þá segir önnur kona frá sínu versta stefnumóti en það kvöld endaði hræðilega. „Fyrsta deitið okkar, horfðum á Leaving Las Vegas saman,“ segir konan en myndin hafði ekki sömu áhrif á þær báðar. „Ég var alveg niðurbrotin en henni fannst myndin „skemmtileg“, sem var sláandi í sjálfu sér.

Það var þó ekki það versta við kvöldið hennar en hún var rænd af manni sem miðaði á hana byssu. „Fór ein heim og var rænd at gunpoint nálægt húsinu mínu.“

„Ég bað um að fara heim“

Sögurnar voru mun fleiri og má búast við að enn fleiri segji frá sínu versta stefnumóti. Hér fyrir neðan má sjá brot af bestu (eða í rauninni verstu) stefnumótunum sem fólk sagði frá í athugasemdunum við færsluna:

„Gaur bauð mér út að borða á Austur-India félagið. Fyrir utan að hann var leiðinlegur, þá þurrkaði hann sér um munninn eftir hvern bita og mér leið eins og ég væri í atvinnuviðtali. Maturinn góður.“

„Hann var heyrnarskertur en sagði mér ekki frá því. Við gátum ekki talað saman í bílnum (þurfti að horfa á veginn), það var of mikill kliður á barnum, og hann pantaði vínflösku þegar mig langaði bara í glas. Mögulega fínn strákur en við gátum ekkert kynnst, bara drukkið í akkorði.“

„Tinderdeit með stelpu í Amsterdam. Segi henni frá Gylfa Ægis og co kallandi homma barnaníðinga (2015 þegar þær raddir voru mjög háværar) Hún segist skilja hvað þau meina og allt varð mjög vandræðalegt og búið um 30 mín seinna.“

„Fór á deit og gaurinn var svo bara creationisti, trúði á sköpunarsögu biblíunnar.“

„Ekki beint date. Fór á í smá heimapartý með gaur, svo með fólkinu niðrí bæ. Komum svo til baka þar sem við ætluðum að gista og hann fór með mér út þar sem ég þurfti ferskt loft. Sagðist nánast elska mig en ég var ekki þar. Viku seinna kominn með kærustu á skólaballi.“

„Ég þurfti að lána deitinu pening til að kaupa bíómiða. Svo í mest insense atriðinu í bíómyndinni grípur hann í mig og öskrar „BÖHHH!“ Það varð aldrei deit nr 2.“

„Var að tala við strák einunsinni og hann bauð mér í ísbíltúr, mjög cute. Keyrðum um í góðan tíma og svo stoppaði hann á bensínstöð. Þar sem hann borgaði fyrir ísinn átti ég að borga bensínið, n.b. þetta var jeppi og bíllinn var að verða bensínlaus. Ég átti að fylla hann.“

„Bíóferð sem endaði á því að einhver hálfviti rændi deitið mitt þannig að það drap eiginlega moodið“

„Fór einu sinni á deit með gaur sem stakk upp á picnic. Hann kom með stóran bakpoka með engum mat í. Bara handbrúðum, sem hann notaði til að segja mér að hann væri pabbi.“

„Mörg ár síðan. Fórum í bíó og hann tók vini sína með. Þegar við vorum að labba út leið yfir mig og öndunin víst öll í rugli (samkvæmt vitnum) og á meðan lét hann sig bara hverfa. Skil svo sem að hann hafi ekki nennt þessu veseni en lámark að ath með mig eða kalla á hjálp.

„Var 16. Hann pikkaði mig upp um 10:55 og ég þurfti að vera komin heim kl 11:30. Ok stuttur kvöldrúntur mega næs right? Neibb. Hann stoppaði í vape búð og var þar inni í 20 mínútur að kaupa sér nýtt vape á meðan ég beið í bílnum. Svo skutlaði hann mér heim. Það fyndna er að ég heyrði frá öðrum í vinahópnum okkar (já sami vinahópur, oj) að hann hefði viljað kyssa mig eftir deitið. Gaur þetta date deservaði EKKI koss. Svo nokkrum árum seinna fór ég heim með vini mínum sem hann býr með. Vorum ekkert að spara lætin“

„Klárlega þegar ég komst að því að gæinn sem ég var búin að hitta (lesist: sofa hjá) í smá tíma leit ekki á sig sem femínista. Svo sagði hann mér að „vinsamlegast lækka í mér“ þegar ég fór að rífast við hann um það inni á veitingastaðnum.“

„Fórum í pool, tókum nokkra leiki, fórum á rúntinn, úti á Gróttu skreppur hann út „að míga“ kemur aftur inní bíl og biður mig um tott. Ég bað um að fara heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti Loga: „Ég hágrét í 4 klukkutíma og það var enginn stoppari“

Frosti Loga: „Ég hágrét í 4 klukkutíma og það var enginn stoppari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna