fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Tímamót í raforkumálum Ástrala – Meira rafmagn frá sólarorku en kolum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. ágúst 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau merku tímamót urðu í raforkumálum Ástrala um síðustu helgi að meira var framleitt af raforku með sólarorku en kolum. Þetta gerðist á sunnudaginn og varði aðeins í nokkrar mínútur en þetta er í fyrsta sinn sem sólarorka hefur framleitt meira rafmagn en framleitt er með kolum. Sérfræðingar segja að þrátt fyrir að þessi merki áfangi hafi náðst eigi Ástralar enn langt í land með að nýta endurnýjanlega orkugjafa betur.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í þessar fáu mínútur hafi 9.315MW verið framleidd með kolum en 9.427MW með sólarorku. Haft er eftir Dylan McConnell, hjá University of Melbourne, að í stutta stund hafi sólarorka staðið undir 57% af raforkuframleiðslu landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum