The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan í Hesse hafi skýrt frá því að bæði nemendum og starfsfólki hafi orðið óglatt og útlimir þess orðið bláir eftir að fólkið notaði eldhúsaðstöðu í skólanum á mánudaginn.
Sex hafa fengið aðhlynningu á sjúkrahúsinu í Darmstadt og einn, þrítugur stúdent, var í lífshættu en læknar náðu tökum á ástandi hans á mánudagskvöldið.
Sérstakur rannsóknarhópur, sem rannsakar venjulega morð, hefur tekið við rannsókn málsins og vinna 40 lögreglumenn við rannsóknina. Grunur leikur á að eitur hafi verið sett í og á mjólkur- og vatnsflöskur um helgina. Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá hvaða eitur var notað en talsmaður hennar sagði að það væri banvænt.