fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Danir fá þriðja skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 21:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, tilkynnti á mánudaginn að Dönum verði boðinn þriðji skammturinn af bóluefni gegn kórónuveirunni á næstu mánuðum. Ekki liggur fyrir hvenær byrjað verður að gefa þriðja skammtinn, svokallaðan örvunarskammt, en á næstu dögum á að ljúka við að bólusetja alla þá sem vilja á annað borð láta bólusetja sig. Þeim sem snýst síðar hugur mun áfram standa til boða að láta bólusetja sig. Hann sagði jafnframt að nú geisi kórónuveirufaraldur meðal óbólusettra Dana.

Í kjölfar tilkynningar Heunicke fjallaði Ekstra Bladet um áhrif bóluefnanna og hversu góða vernd þau veita.  Fram kemur að samkvæmt nýlegri samantekt smitsjúkdómastofnunar landsins, SSI, hafi 2.097 sýni úr bólusettu fólki, sem hafði smitast af veirunni, verið rannsökuð. Af þeim höfðu 693 smitast af Alfaafbrigði veirunnar og 1.404 af Deltaafbrigðinu. Af þessum hópi þurftu 90 að leggjast inn á sjúkrahús eða 4%. Af þessu dregur SSI þá ályktun að bóluefnið frá Pfizer/BioNTech veiti 86% vörn gegn Alfaafbrigðinu og að bóluefnið frá Moderna veiti 97% vörn gegn því. Hvað varðar Deltaafbrigðið veitir Pfizer/BioNTech 94% vörn og Moderna 97%. Gögnin, sem byggt er á, ná yfir tímabilið frá 1. mars til 3. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt