fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Mótmælandi öskraði á börn sem biðu eftir bólusetningu – „Drullaðu þér fokking heim helvítis fíflið þitt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 11:06

Skjáskot úr myndbandi RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru börn á aldrinum 12-15 ára bólusett í Laugardalshöllinni. Maður nokkur mætti á svæðið til að mótmæla bólusetningum og öskraði hann á börnin sem voru á leið í bólusetningu og foreldra þeirra.

„Þetta er skrásett manngert vopn. Þú ert að fara að sprauta þau með efnavopni sem að dreifir sér um háræðarnar og myndar blóðkekki hjá 70% þeirra sem láta bólusetja sig, sjö dögum seinna,“ öskraði maðurinn á krakkana og foreldrana.

Foreldrarnir létu manninn heyra það. „Við tökum okkar ákvörðun, taktu þína,“ heyrist í konu kalla á manninn til baka en hann lét sér ekki segjast. „Þið fáið ekki að taka efnislega ákvörðun vegna þess að ykkur er ekki sagt að S1 prótein er efnavopn og manngert en ekki náttúrulegt. Þetta er efnavopn,“ segir maðurinn þá á móti.

Þá mætti faðir drengs sem var á leiðinni í bólusetningu og lét mótmælandann heyra það. „Farðu heim, drullaðu þér heim. Drullaðu þér, farðu. Þarna er sonur minn, farðu heim. Drullaðu þér fokking heim helvítis fíflið þitt,“ sagði faðirinn við manninn.

„Þessir foreldrar fá ekki að taka meðvitaða ákvörðun því þau eru ekki látin vita að S1 próteinið er efnavopn. Það er brot á Nuremberg lögunum að láta fólk taka þátt í tilraun þar sem fólk er látið taka manngert efnavopn. Vísindamenn vita þetta allir.“

RÚV birti myndband af manninum að öskra á börnin. Það má sjá í frétt þeirra um málið.

Þrátt fyrir að maðurinn hafi fengið að heyra það fyrir mótmælin þá lét hann sér ekki segjast og hélt áfram. Það er að segja þar til lögreglan mætti á svæðið og leiddi hann inn í lögreglubíl. Sjá má á vef Fréttablaðsins þegar hann er leiddur inn í lögreglubílinn.

„Ég var stödd fyrir utan anddyrið og sá manninn öskra ókvæðisorðum að fólkinu í röðinni. Hann spurði hvort fólk áttaði sig ekki á því að það væri að sprauta einhverju eiturefni inn í börnin og sagði að foreldrar væru ekki nægilega upplýstir til að taka ákvarðanir,“ sagði sjónarvottur í samtali við Fréttablaðið um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum