fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Allir grunnskólakennarar í New York verða að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 07:29

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk í grunnskólum í New York borg verður nú að láta bólusetja sig ef það vill geta mætt til vinnu á næsta skólaári. Fram að þessu hefur það getað komist hjá bólusetningu með því að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku.

Um 148.000 manns er að ræða. Bill de Blasio, borgarstjóri, tilkynnti þetta í gær. Þarf fólkið að vera búið að fá að minnsta kosti fyrri skammtinn af bóluefni fyrir 27. september.

New York slæst þar með í hóp með Los Angeles, Chicago og Washington D.C. þar sem sömu kröfur eru gerðar til starfsfólks grunnskóla.

„Við viljum að skólarnir okkar séu mjög öruggir allt árið,“ sagði de Blasio á fréttamannafundi.

Skólaárið hefst þann 13. september næstkomandi í New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið