fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Helgi fær nýtt starf – Ráðinn forstöðumaður í HR

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 14:55

Helgi Héðinsson - Mynd/Háskólinn í Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík en hann hóf störf í mánuðinum. Greint var frá ráðningunni í tilkynningu frá háskólanum.

Helgi hefur starfað sem mannauðssérfræðingur og sálfræðingur undanfarin ár hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu, ásamt því að veita íþróttasálfræðiráðgjöf til íþróttafólks og íþróttaliða.

Hann lauk meistaragráðu í sálfræði árið 2010 frá Háskóla Íslands með áherslu á vinnusálfræði og klíníska sálfræði fullorðinna og svo fékk hann BA gráðu í sálfræði árið 2008 frá Háskólanum á Akureyri.

Opni háskólinn í HR býður sérfræðingum og stjórnendum í íslensku atvinnulífi fjölbreytt úrval sí- og endurmenntunar og fyrirtækjum og stofnunum sérsniðnar heildarlausnum á sviði fræðslumála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar