fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Anton Kristinn játar brot sín í dómsal – Rafstuðbyssur og kókaín fundust í húsleit

Heimir Hannesson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 13:19

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn Antoni Kristni Þórarinssyni og fleirum fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar var Antoni, eða Tona eins og hann er gjarnan kallaður, gefið að sök að hafa í félagi við fjóra aðra haft í fórum sínum rafstuðbyssu, kókaíns auk lítilræðis af tóbaksblönduðum kannabisefnum í samkomu á heimili Antons.

Sjá nánar: Lögreglan ákærir Tona og félaga – Kókaín og rafstuðbyssur í Garðabænum

Samkvæmt frétt Vísis játaði Anton sök við aðalmeðferð málsins í dag og var gert að greiða 175 þúsund króna sekt.

Líkt og DV greindi frá í júní var ákæran í nokkrum liðum, og játaði Anton sök í tveimur þeirra. Samkvæmt frétt Vísis féllu saksóknarar frá þriðja liðnum. Anton situr því í súpunni fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot.

Efnin og vopnin fundust í húsleit í húsi Antons í Akrahverfinu í Garðabænum í mars 2019, og er málið því orðið tveggja og hálfs árs gamalt.

Sjá nánar: „Partípabbi ársins“ sagður vera uppljóstrari lögreglunnar um árabil

Mikið hefur verið fjallað um Anton Kristinn undanfarin misseri. Í janúar var gögnum lekið til fjölmiðla sem þóttu sýna að Anton hefði starfað sem uppljóstrari fyrir lögregluna í mörg ár.

Öll spjót beindust svo aftur að Antoni  þegar hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna ætlaðrar aðkomu að morðinu á Armando Beqirai við Rauðagerði fyrr á árinu. Gögn sem DV hefur undir höndum sýna að grunur lögreglu vegna morðsins beindist strax að Antoni og að kveikjan að morðinu hafi verið samstarf Antons við lögregluna. Það reyndist ekki á rökum reist.

Fjórir voru síðar ákærðir fyrir að hafa skipulagt og framkvæmt morðið í sameiningu. Anton var ekki á meðal þeirra. Hann er ekki lengur með réttarstöðu sakbornings í málinu.

Sjá nánar: Rauðagerðismálið:Morðið sem skók þjóðina – Eitt umfangsmesta morðmál Íslandssögunnar rakið

Anton ætti ekki að eiga í vandræðum með að reiða fram 176 þúsund krónur í sektargreiðslu, enda keypti hann í janúar í fyrra einbýlishús á Arnarnesi á 110 milljónir króna, og jafnaði hana svo gott sem við jörðu til þess að reisa þar enn stærra hús. Það hús er nú í byggingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Í gær

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“