Í gær gengu Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, og Ksenia Shakhmanova í það heilaga umkringd fjölskyldu og vinum í Frakklandi.
Brúðhjónin voru glæsileg. Þau klæddust bæði hvítu við athöfnina sjálfa en skiptu svo um föt fyrir veisluna.
Sjáðu myndir frá brúðkaupinu hér að neðan sem Jean Charles Veneck deildi á Instagram. Hann er vinsæll blómahönnuður og sá um skreytingarnar í veislunni.
Dóttir Róberts, Helena Ýr, deildi mynd af sér frá brúðkaupsdeginum á Instagram.
View this post on Instagram
Það er óhætt að segja að veislan hafi verið stórkostleg eins og sjá má á myndunum hér að neðan.