Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla þá eru mörg hundruð þúsund manns nú án rafmagns og mörg þúsund heimili eru einnig án vatns. Dan McKee, ríkisstjóri í Rhode Island, sagði í gær að hann reikni með að afleiðingar óveðursins verði alvarlegar, til dæmis rafmagnsleysi og flóð. Heldur dró úr styrk Henri í gær og var hann færður úr flokki fellibylja niður í hitabeltisstorm.
Reiknað er með að áfram muni draga úr styrk hans en rigning og flóð munu ógna norðausturhluta Bandaríkjanna fram á kvöld.
Joe Biden, forseti, sagði að staðan væri alvarleg vegna þess hversu öflugur Henri er og þeirra miklu úrkomu sem honum fylgir.
35 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið viðvörun um yfirvofandi flóð vegna Henri.