Íslendingar áttust við þegar að Elfsborg tók á móti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen gekk til liðs við Elfsborg á dögunum og byrjaði leikinn á bekknum en Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby.
Alexander Bernhardsson kom Elfsborg yfir eftir fimm mínútna leik eftir stoðsendingu frá Robert Gojani. Jacob Ondrejka virtist hafa tryggt heimamönnum stigin þrjú þegar hann kom Elfsborg í 2-0 á 81. mínútu, en tvö mörk í uppbótartíma frá Aljosa Matko og Abdulrahman Khalili tryggðu Hammarby jafntefli.
Elfsborg er í 4. sæti með 30 stig eftir 16 leiki. Hammarby er í 5. sæti með 24 stig.
Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhanneson voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem mætti Halmstad á Örjans vellinum. Leiknum lauk með 2-1 sigri Halmstad en þeir Amir Al-Ammari og Karim Sadat skoruðu mörkin fyrir Halmstad í sitthvorum hálfleiknum. Samuel Adegbenro skoraði fyrir Norrköping. Ari Freyr og Ísak komu báðir af velli í síðari hálfleik.
Halmstad er í 8. sæti með 20 stig eftir 16 leiki. Norrköping er í 6. sæti með 23 stig.
Úrslit dagsins í sænsku úrvalsdeildinni:
Elfsborg 2 – 2 Hammarby
1-0 Bernhardsson (‘5)
2-0 Ondrejka (’81)
2-1 Matko (91)
2-2 Khalili (’94)
Halmstad 2 – 1 Norrköping
1-0 Al-Ammari (‘)
2-0 Sadat (’70)
2-1 Adegbenro (77)
AIK 2 – 1 Hacken
1-0 Papagiannopoulos (‘3)
2-0 Hussein (’51)
2-1 Norfeldt (78, sjálfsmark)
Örebro 1-1 Sirius
1-0 Hummet (‘2)
1-1 Kouakou (’54)