fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Segist hafa tekið „hættulega ákvörðun“ þegar hún kom inn í Playboy-veröld Hugh Hefner

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 10:30

Hugh Hefner og Holly Madison. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holly Madison lítur um öxl og gerir upp tíma sinn í Playboy-setrinu í nýrri heimildaþáttaröð, Secrets of Playboy. Fyrsta stiklan kom út í gær og munu þættirnir kafa ofan í veröld Hugh Hefner, stofnanda Playboy.

Þættirnir koma út í byrjun árs 2022 og verður þar meðal annars að finna viðtöl við einstaklinga sem þekktu Hugh Hefner persónulega, eins og Holly Madison sem bjó í Playboy-setrinu á árunum 2001 til 2008. Hún hefur áður verið opinská um neikvæðar minningar sem hún á frá þessum tíma.

„Ég áttaði mig ekki á því að það væri hættuleg ákvörðun að koma inn í þennan heim,“ segir hún í stiklunni.

Jennifer Saginor, sem bjó einnig í Playboy-setrinu um tíma, kemur einnig fram í þáttunum. „Hann vildi ekki að fólk vissi hvað væri raunverulega að gerast. Fólkið sem virkilega var þarna, það veit sannleikann,“ segir hún.

Horfðu á stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“