fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Landlæknir svarar fyrirspurn vegna læknisins – Fékk endurnýjað starfsleyfi þrátt fyrir lögreglurannsókn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 17:30

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Sjúkrahúsið í Keflavík. Mynd: Pjetur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknir hefur svarað fyrirspurn DV vegna mála læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, fyrrverandi yfirlæknis hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), sem eru nú komin til ákærusviðs Lögreglunnar á Suðurnesjum. Rannsókn Landlæknis á máli konu sem kært var til embættisins leiddi í ljós að Skúli hefði sett hana að óþörfu í lífslokameðferð eftir að hún fór í hvíldarinnlögn á HSS haustið 2019.

Börn konunnar kærðu Skúla og tvo aðra starfsmenn HSS til lögreglu sem hóf rannsókn á málinu í febrúar. Er kært fyrir manndráp af ásetningi. Sex fjölskyldum, þar á meðal börnum umræddrar konu, hafa verið skipaðir réttargæslumenn vegna mála af þessum toga, en það gefur til kynna mikið umfang og alvarleika þeirra. Réttargæslumaður er lögmaður sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna brotaþola og veita honum aðstoð í viðkomandi máli, þar á meðal við að setja fram bótakröfu.

Fékk endurnýjað lækningaleyfi – hvers vegna?

Skúli Tómas Gunnlaugsson var sviptur lækningaleyfi í kjölfar niðurstöðu rannsóknar Landlæknis en hann fékk síðan endurnýjað leyfi þann 12. maí síðastliðinn og gildir það til 12. nóvember. Um er að ræða takmarkað starfsleyfi. Starfar Skúli núna á Landspítalanum.

DV sendi fyrirspurn á Landslæknisembættið snemma í júní, sem innihélt eftirfarandi spurningar:

  1. Felur takmarkað starfsleyfi í sér að læknirinn starfi undir eftirliti? Ef ekki, hvað felur það í sér?
  2. Er einhver nauðung í reglum sem felur í sér að læknir sem sviptur hefur verið starfsleyfi verði að fá annað tækifæri innan tiltekins tíma?
  3. Er eitthvað annað í reglum um starfsleyfi lækna sem gæti varpað ljósi á þetta mál fyrir mig?

Þrátt fyrir fyrirheit um svör og fullyrðingar um að fyrirspurnin væri í vinnslu bárust svör frá Landlæknisembættinu ekki fyrr en í dag, miðvikudaginn 18. ágúst. Er beðist afsökunar á seinum svörum og misskilningur innanhúss sagður vera ástæðan fyrir töfunum.

Í svarinu kemur fram að Landlæknisembættið hefur ekki heimild til að tjá sig um einstaka mál vegna ákvæða upplýsingalaga. Almennt svar um takmarkað starfsleyfi er hins vegar eftirfarandi:

„Takmörkun starfsleyfis heilbrigðisstarfsmanna, lækna sem annarra, getur verið með ýmsum hætti. T.d. tímabundið leyfi, leyfi sem er takmarkað við tilgreindan vinnustað, leyfi sem er háð handleiðslu, leyfi sem felur í sér að viðkomandi má ekki sinna ákveðnum verkefnum o.s.frv. Takmörkun er metin í hverju tilviki fyrir sig. Almennt gildir um takmörkuð starfsleyfi að viðkomandi starfar undir eftirliti eða umsjón á vinnustaðnum. Almennt gildir að sá sem viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður vinnur hjá sendir embætti landlæknis greinargerð um framvindu.“

Málið fellur undir lög um landlækni og lýðheilsu. Í 15. grein laganna segir að Landlæknir geti svipt heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi ef starfsmaður brýtur alvarlega gegn starfsskyldum sínum, til dæmis með því að veita umsagnir að órannsökuðu máli, með því að sýna alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum eða með öðru atferli sem fer í bága við lög. Eru þetta þau dæmi sem virðist að helst gætu átt við um þetta mál en ýmislegt annað er tilgreint, til dæmis ef læknir rýfur þagnarskyldu.

Í svari frá Landlæknisembættinu er ennfremur bent á 17. grein laganna og er ljóst að stuðst hefur verið við hana er ákveðið var að veita Skúla starfsleyfi á ný:

„[Landlæknir getur] 1) veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. [Landlæknir] 1) getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað, sbr. 15. gr.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015