Tekjur ofurparsins Línu Birgittu Sigurðardóttur og Guðmundar Birkis Pálmasonar fyrir árið 2020 birtust í Tekjublaði DV sem kom út í dag ásamt upplýsingum um laun 2.593 Íslendinga.
Lína Birgitta er öflug athafnakona og áhrifavaldur. Hún á og rekur íþróttavörumerkið Define The Line. Hún er einnig afar vinsæl á samfélagsmiðlum með rúmlega 23,5 þúsund fylgjendur á Instagram.
Guðmundur, eða Gummi Kíró eins og hann er kallaður, er kírópraktor og áhrifavaldur með rúmlega sex þúsund fylgjendur á Instagram.
Sjá einnig: Verðmæti merkjavörusafns áhrifavaldsins Línu Birgittu hleypur á milljónum – Sjáðu myndir og listaverð
Lína og Gummi eiga það sameiginlegt að vera mjög hrifin af merkjavörum og kaupa sér reglulega tískuvörur frá lúxusmerkjum eins og Gucci, Fendi og Yves Saint Laurent. Lína gefur stundum góð ráð á samfélagsmiðlum um merkjavörukaup, eins og hvar er best versla varðandi tollgjöld og hvernig á að velja rétta stærð af skóm.
Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur Gumma séu 1.221.368 kr. á mánuði og Línu Birgittu séu 413.720 kr. á mánuði.