fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Ríkisstjórinn í Texas er smitaður af kórónuveirunni – Andstæðingur sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 07:59

Greg Abbott. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, er smitaður af kórónuveirunni og er nú í einangrun. Embætti hans skýrði frá þessu í gærkvöldi. Abbott, sem er Repúblikani, var bólusettur gegn veirunni á síðasta ári. Hann er sagður við góða heilsu og sýni engin einkenni smits.

Eiginkona hans greindist ekki með smit og þeim sem hafa umgengist Abbott að undanförnu hefur verið tilkynnt um málið.

Sjúkrahús í Texas eru undir miklu álagi vegna faraldursins og eru við það að láta undan álagi en þar liggja nú rúmlega 12.000 manns sem eru með COVID-19.

Abbott greindist með veiruna degi eftir að hann birti mynd af sér, án andlitsgrímu, á samkomu innanhúss í Dallas. Með honum á myndinni eru aðrir Repúblikana og eru þeir sömuleiðis ekki með andlitsgrímur.

Abbott er ekki hlynntur sóttvarnaaðgerðum og hefur meðal annars bannað skólayfirvöldum í ríkinu að krefjast þess að nemendum og starfsfólki verði gert að nota andlitsgrímur og hann hefur einnig bannað að fólk sé krafið um bólusetningarvottorð. Verslanir og veitingastaðir mega heldur ekki meina óbólusettu fólki aðgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið