Talsmaður samgöngumálayfirvalda skýrði frá þessu í gær.
Krafan um notkun andlitsgríma í flugvélum, lestum og strætisvögnum átti að falla úr gildi í september en verður nú framlengd til 18. janúar.
Þessi krafa hefur nokkrum sinnum valdið vandræðum um borð í flugvélum því farþegar hafa neitað að fara eftir þessu. Í gær höfðu flugmálayfirvöldum borist 2.867 tilkynningar um slík mál.