The New York Times skýrir frá þessu og hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum innan stjórnarinnar.
Ákvörðunin var tekin eftir að bandaríska lyfjastofnunin samþykkti í síðustu viku að fólk fái örvunarskammt.
Markmið ríkisstjórnarinnar með þessu er að fleiri Bandaríkjamenn njóti enn meiri verndar bóluefna gegn veirunni og þannig dragi úr útbreiðslu hins mjög svo smitandi Deltaafbrigðis.