fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Biden var fastur fyrir í ávarpi til þjóðarinnar – „Ég stend algjörlega við ákvörðun mína“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 07:00

Joe Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi varðandi ástandið í Afganistan í kjölfar þess að hann kallaði bandaríska herliðið í landinu heim. Hann viðurkenndi að staða mála í landinu væri óljós en varði um leið ákvörðun sína um að kalla þá 3.500 hermenn, sem enn voru í landinu, heim.

Biden hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir að hafa kallað herliðið heim og þá sérstaklega eftir að Talibanar náðu höfuðborginni Kabúl á sitt vald á sunnudaginn. „Ég stend algjörlega við ákvörðun mína,“ sagði Biden.

Ræðu Biden hafði verið beðið af töluverðri eftirvæntingu í ljósi þeirrar ringulreiðar sem ríkir í Kabúl en þar fer spenna sífellt vaxandi. Sérstaklega á flugvellinum sem bandarískir hermenn eru með á valdi sínu. Í gær ruddust mörg þúsund manns inn á flugvöllinn í þeirri von að geta komist úr landi. Bandarískir hermenn reyndu að halda aftur af mannfjöldanum en verkefni þeirra er að tryggja að hægt sé að flytja Bandaríkjamenn, Afgana ,sem störfuðu fyrir Bandaríkjaher og bandamenn þeirra, og vestræna ríkisborgara úr landi.

Biden sagði að áætlun liggi fyrir um hvernig eigi að koma Bandaríkjamönnum úr landi en viðurkenndi að stjórn hans hefði ekki séð fyrir hversu fljótt Talibanar myndu ná Kabúl á sitt vald. „En það hefur aldrei verið ætlunin að byggja landið upp. Við komum þangað til að gera út af við al-Kaída og það gerðum við,“ sagði hann.

Biden sagðist ekki vilja vera með bandaríska hermenn í Afganistan einum degi lengur en nauðsyn krefur. „Við getum ekki látið hermenn okkar deyja í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki einu sinni berjast í,“ sagði hann og vísaði þar til þess að 300.000 manna her landsins hrundi saman á nokkrum dögum en hann hafði verið þjálfaður af bandarískum hermönnum árum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift