fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Ranglega sakaður um íkveikju – Myrtur af æstum múg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 23:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku myrti æstur múgur Djamel Ben Ismail, 38 ára alsírskan listamann, eftir að hann hafði ranglega verið sakaður um að hafa kveikt gróðurelda. Það hafði hann ekki gert, þvert á móti hafði hann komið á vettvang til að aðstoða við slökkvistarf. Lögreglan hefur handtekið 36 manns vegna málsins.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að eldar hafi verið kveiktir í Kabyle í Alsír á mánudag í síðustu viku og hafi orðið að minnsta kosti 47 íbúum héraðsins að bana og 28 hermönnum auk þess sem búfénaður drapst og gróður eyðilagðist.

Yfirmaður lögreglunnar í héraðinu sagði á sunnudaginn að Ismail hafi komið á vettvang á miðvikudaginn til að aðstoða við slökkvistörf. Hann var þá ranglega sakaður um að hafa kveikt eldana og réðst æstur múgur inn á litla lögreglustöð í bænum Larbaa Nath Irathen, þar sem hann naut verndar, og dró hann út á götu og gekk í skrokk á honum og kveikti að lokum í honum. Yfirmaður lögreglunnar sagði að lögreglumenn hefðu ekki viljað skjóta á múginn því þeir óttuðust að þá myndi ástandið versna enn frekar.

Meðal hinna handteknu eru þrjár konur og maður sem stungu Ismail ítrekað áður en eldur var borinn að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga