Madelene Wright, fyrrum leikmaður Charlton og nú OnlyFans-stjarna, er nú á grísku eyjunni Santorini. Þar virðist hún njóta lífsins.
Hin 22 ára gamla Wright var rekin frá Charlton í lok síðasta árs eftir að myndband af henni þar sem hún drakk kampavín á meðan hún ók bifreið rataði á netið.
Hún leyfir 260 þúsund fylgjendum sínum á Instagram nú að fylgjast með fríi sínu á Santorini.
Wright er með aðgang á OnlyFans og þar rukkar hún aðdáendur sína 33 pund (5757 íslenskra krónur) á mánuði fyrir að fylgjast með henni.
Í mars á þessu ári fór Wright aftur að æfa og ætlaði að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. Það virðist þó sem svo að ekkert lið hafi haft áhuga á að fá hana til sín hingað til.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Wright í fríinu á Santorini.