fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Vilja opna Nýja-Sjáland fyrir útlendingum vegna skorts á vinnuafli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 20:33

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa landamæri Nýja-Sjálands verið lokuð til að halda veirunni fjarri. En nú standa landsmenn frammi fyrir nýjum vanda vegna þessa. Eftir 18 mánaða lokun landamæranna er farið að bera á skorti á vinnuafli því útlendingar hafa ekki getað komið til landsins til að vinna.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sæti því miklum þrýstingi þessa dagana frá einkageiranum og opinbera geiranum um að opna landamærin til að hægt verði að fá fólk til starfa. Meðal þeirra sem þrýsta á ríkisstjórnina eru samtök hjúkrunarfræðinga sem munu væntanlega boða til verkfalls síðar í mánuðinum. „Við erum háð því að fá góða erlenda hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt vinnunni okkar. En með lokuðum landamærum fáum við enga,“ segir Glenda Alexander hjá samtökum hjúkrunarfræðinga og bætti við að heimafólk vilji ekki starfa sem hjúkrunarfræðingar vegna vinnuálags og lágra launa.

 Um 2.500 smit hafa komið upp á Nýja-Sjálandi frá upphafi heimsfaraldursins og 26 hafa látist af völdum veirunnar. 21% landsmanna hafa lokið bólusetningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið