Í umfjöllun Kvällposten kemur fram að íbúinn hafi þurft að nota klósettið og hafi fengið aðstoð við að komast þangað. En starfsfólkið gleymdi honum strax og fannst hann ekki fyrr en undir morgun en þá hafði hann setið klukkustundum saman á klósettinu.
Þegar morgunvaktinn fann hann var hann mjög leiður yfir þessu og illt í bakinu eftir langa setu á klósettinu.
Í kjölfar málsins var farið yfir verkferla hjá starfsfólkinu hvað varðar ferðir heimilisfólks á klósettið og eftirlit að næturlagi.