fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Pólska þingið samþykkti umdeild fjölmiðlalög og ríkisstjórnin missti meirihluta sinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 08:00

Pólverjar hafa mótmælt lagafrumvarpinu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neðri deild pólska þingsins samþykkti i gærkvöld umdeild fjölmiðlalög sem herða reglurnar hvað varðar eignarhald erlendra aðila á pólskum fjölmiðlum. 228 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 216 voru á móti. 10 sátu hjá. Andstæðingar frumvarpsins telja að því sé beint gegn sjónvarpsstöðinni TVN24 sem er gagnrýnin á ríkisstjórn landsins. Það er bandaríska fyrirtækið Discovery sem á sjónvarpsstöðina. Frumvarpið fer nú til atkvæðagreiðslu í efri deild þingsins. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í gærkvöldi missti ríkisstjórnin meirihluta sinn.

Síðustu daga hafa mörg þúsund Pólverjar mótmælt frumvarpinu og þegar það var tekið til atkvæðagreiðslu í gær skiptust þingmenn á ókvæðisorðum, öskruðu og rifust.

Í gær rak Mateusz Morawicki, forsætisráðherra, Jaroslaw Gowin, annan varaforsætisráðherra sinn, úr embætti. Gowin er formaður lítils flokks, Porozumienie, sem var hluti af ríkisstjórnarsamstarfi nokkurra flokka undir forystu flokks Morawicki, PiS.

PiS telur að frumvarpið sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að pólskar útvarps- og sjónvarpsstöðvar verði teknar yfir af aðilum frá til dæmis Rússlandi og Kína.

Eftir að Gowin var rekinn úr embætti ákvað flokkur hans að segja skilið við ríkisstjórnina og þar með hefur hún ekki lengur meirihluta á þingi. Það stefnir því í að minnihlutastjórn taki við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“