Síðustu daga hafa mörg þúsund Pólverjar mótmælt frumvarpinu og þegar það var tekið til atkvæðagreiðslu í gær skiptust þingmenn á ókvæðisorðum, öskruðu og rifust.
Í gær rak Mateusz Morawicki, forsætisráðherra, Jaroslaw Gowin, annan varaforsætisráðherra sinn, úr embætti. Gowin er formaður lítils flokks, Porozumienie, sem var hluti af ríkisstjórnarsamstarfi nokkurra flokka undir forystu flokks Morawicki, PiS.
PiS telur að frumvarpið sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að pólskar útvarps- og sjónvarpsstöðvar verði teknar yfir af aðilum frá til dæmis Rússlandi og Kína.
Eftir að Gowin var rekinn úr embætti ákvað flokkur hans að segja skilið við ríkisstjórnina og þar með hefur hún ekki lengur meirihluta á þingi. Það stefnir því í að minnihlutastjórn taki við.