fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fyrrum ástkona Tiger Woods segir að lögmenn hans elti hana nú á röndum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 05:58

Tiger Woods á golfvellinum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem svarar til um einum milljarði íslenskra króna átti Rachel Uchitel að fá inn á reikning sinn ef hún héldi ástarsambandi sínu við golfstjörnuna Tiger Woods leyndu. En hún fékk aldrei alla upphæðina inn á reikninginn sinn því ýmis kostnaður féll til sem saxaði vel á upphæðina, þar á meðal lögmannskostnaður og skattar.

Uchitel, sem er 46 ára, segist aðeins hafa fengið sem nemur um 260 milljónum íslenskra króna. New York Post skýrir frá þessu.

Nú hefur bæst við hremmingar hennar því lögmenn Woods eru nú á eftir henni því hún braut samning þeirra frá 2009 um að halda sambandinu leyndu en hann er upp á 30 síður. Samkvæmt samningnum mátti hún ekki tala um hvað Woods vildi í kynlífinu, líkamlegt ástand hans, lífsstíl og margt fleira. Þetta mátti hún ekki ræða við neinn og gilti þá einu hvort um ættingja hennar var að ræða eða blaðamenn. Hún mátti heldur ekki ræða um samninginn.

En hún ræddi um samband sitt við Woods í heimildarmyndinni „Tiger“ sem HBO gerði 2019. Af þessum sökum vilja lögmenn Woods nú að hún endurgreiði sem nemur um 640 milljónum íslenskra króna.

New York Post segir að samkvæmt því sem Uchitel segi þá hafi samband hennar við Woods fyrir rúmum 10 árum enn áhrif á efnahag hennar, frama, andlegt heilbrigði og ástarlífið.

Hneykslið varðandi framhjáhald Woods kom upp á yfirborðið 2009 þegar hann lenti í umferðaróhappi nærri heimili sínu. Fljótlega eftir það skildi eiginkona hans, hin sænska Elin Nordegren, við hann en þau eiga tvö börn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist