fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Heiftugar fjölskyldudeilur brutu pítsu- og kökurisann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 05:56

Frosnar pítsur eru vinsælar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vörurnar frá fyrirtækinu er hægt að kaupa í mörgum verslunum en fyrirtækið er risastórt á heimsvísu og selur framleiðslu sína í mörgum löndum. Síðustu mánuði hefur það verið miðpunktur heiftarlegra deilna erfingja þess. Hér er um matvælafyrirtækið Dr. Oetker að ræða en það er þýskt og eigendur þess meðal ríkustu fjölskyldna landsins. Nú hafa deilurnar orðið til þess að fyrirtækinu verður skipt upp í minni einingar.

Margir kannast eflaust við frosnar pítsur frá Dr. Oetker, kökur, búðinga eða kökublöndur. Fyrirtækið starfar í 40 löndum og er með 36.000 starfsmenn. Verðmæti þess er talið vera sem nemur um 1.200 milljörðum íslenskra króna að sögn The Times. En nú verður fyrirtækinu skipt upp í minni einingar vegna ósættis og deilna systkina.

Ástæðurnar fyrir þessu má rekja langt aftur. Fyrirtækið var stofnað 1891 af August Oetker. Hann keypti apótek í Bielefeld og þróaði sitt eigið lyftiduft. Þar með var grunnurinn lagður að viðskiptaveldi.

Fyrirtækið stækkaði og dafnaði vel en það var ekki fyrr en barnabarnið Rudolph August tók við stjórn fyrirtækisins sem það tók stóra stökkið og varð að risa á matvælamarkaði. Hjónabönd hans áttu sinn þátt í þessu. Hann varð forstjóri fyrirtækisins 1944 en þá var hann liðsmaður Waffen-SS sveita nasista.

Þegar hann tók við stjórn fyrirtækisins naut það góðs af nasistum sem höfðu samið við fyrirtækið um að sjá eldhúsum þýska hersins fyrir hráefni. Fyrirtækið fékk einnig aðgang að hráefni sem gerði því kleift að framleiða kökublöndur sem féllu vel í kramið hjá þjáðri þjóðinni. Að stríði loknu hélt Rudolph áfram að stækka fyrirtækið en einkalíf hans var stormasamt. Hann kvæntist þrisvar og eignaðist átta börn með eiginkonunum. Það eru þessi börn sem hafa nú gert út af við gamalgróið skipulag fyrirtækisins.

Rudolph lést 2007, níræður að aldri. Hann arfleiddi hvert af börnum sínum að 12,5% hlut í fyrirtækinu og hvert og eitt fékk neitunarvald til að tryggt væri að allar ákvarðanir væru teknar einróma. Richard Oetker, elsti sonurinn, var gerður að leiðtoga eigendahópsins. Hann varð landsþekktur í Þýskalandi 1976, þegar hann var 25 ára, þegar honum var rænt og lausnargjalds krafist. Faðir hans greiddi það, 21 milljón þýskra marka. Richard hlaut varanleg mein á mjöðmum og lungum í tengslum við mannránið.

Richard gat ekki komið í veg fyrir að ættarveldið liðaðist í sundur en skömmu eftir andlát Rudolph fóru hlutirnir að þróast á verri veg. Börnin gátu ekki náð samstöðu um neitt og skiptust í tvo hópa. Í öðrum hópnum eru fimm elstu börnin úr tveimur fyrstu hjónaböndum Rudolph en í hinum eru þrjú yngstu börnin úr síðasta hjónabandinu.

Fyrstu merkin um að fyrirtækið væri að fara í gegnum miklar breytingar komu 2017 þegar fyrirtækið seldi gámaflutningafyrirtækið Hamburger Süd. Í júlí á þessu ári sprakk það síðan endanlega. Þá var send út fréttatilkynning um að fyrirtækinu verði skipt upp. Þrjú yngstu börnin, Alfred, Carl Ferdinand og Julia Johanna, fá Henkell og Co, sem framleiðir vín, Martin Braun, sem framleiðir bakstursvörur, efnaverksmiðju, fjölda lúxushótela og allt listmunasafn fjölskyldunnar í sinn hlut.

Fimm elstu börnin, Richard, Philip, Rudolf, Markus og Ludwig, fá stærsta hluta fyrirtækisins í sinn hlut. Meðal annars þann sem framleiðir frosnar pítsur, kökur, ýmsar duftblöndur, brugghús Radebergersamsteypunnar, fjölda hótela og fyrirtæki sem sendir áfengi heim til fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans