fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Sturtustríð stjarnanna – „Ég fer í sturtu, treystið mér. Ég er Aquaman“ „Ég er fylgjandi því að bíða þar til ég lykta illa“

Fókus
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallað sturtustríð er hafið í Hollywood ef svo má að orði komast og stíga nú stjörnurnar nú fram hver eftir annari til að greina aðdáendum frá sturtu-siðum sínum. Þarna virðast tvær fylkingar takast á. Annars vegar þær stjörnur sem telja sturtur bara nauðsynlegar þegar um veruleg óhreinindi er að ræða og hins vegar þær stjörnur sem sturta sig daglega eða oftar, sama hvað.

Mila Kunis og Ashton Kutcher

Fyrst til að stíga fram með sína sögu voru leikarahjónin Mila Kunis og Ashton Kutcher. Þau hafa bæði gert garðinn frægan í rómantískum skemmtimyndum en urðu fyrst fræg þegar þau léku í þáttunum That 70’s show. Þau greindu frá því í júlí að þau þrífi aðeins börnin sín þegar þau eru skítug og þegar komi að eigið hreinlæti þá þrífi þau aðeins nauðsynlegustu líkamsparta daglega. Þar vísa þau mögulega í handarkrika og kynfæri.  Sturtur og baðferðir séu aðeins nauðsynlegar þegar líkamarnir séu orðnir verulega óhreinir sem gerist ekki daglega.

Dax Shepard og Kristin Bell

Í kjölfarið deildu hjónin Dax Shepard og Kristen Bell sínum sjónarmiðum. Kristen Bell gerði garðinn frægan í þáttunum Veronica Mars og Dax Shepard er þekktur grínleikari.

„Ég er fylgjandi því að bíða þar til ég lykta illa. Þegar þú ert farin að lykta þá er það líkaminn þinn að láta þig vita að það sé kominn tími til að þrífa hann. Það er viðvörunnar merkið. Því í alvöru þá er þetta bara bakteríur. Þegar þú ert komin með bakteríur þarftu að hugsa „Tími fyrir baðkarið eða sturtuna“ sagði Kristen í viðtali.

Maður hennar Dax tók undir þetta og sagði að það væru bara „sólar og holur“ (e. soles and holes) sem þurfi að þrífa daglega.

Jake Gyllenhaal

Jake Gyllenhaal, telur enga þörf á því að fara daglega í sturtu eða bað. „Ég furða mig alltaf á því að baðsvampar [e loofas] séu náttúrulegir. Mér finnst eins og þeir hafi verið búnir til í verksmiðju en það er ekki svo. Frá því að ég var barn hef ég furðað mig á þessu.“

Hann tók jafnframt fram að hann sé þeirrar trúar að mannslíkaminn hafi sínar eigin leiðir til að halda frá sér óhreinindum og og það sé ekki nauðsynlegt að vera sífellt að þrífa sig.

Dwayne Johnson

Dwayne Johnson betur þekktur sem The Rock, segist ekki bara sturta sig daglega, heldur oft á dag.

„Ég fer í kalda sturtu þegar ég fer á fætur til að byrja daginn. Síðan fer ég í volga sturtu eftir æfingu áður en ég fer í vinnuna. Síða fer ég í heita sturtu þegar ég kem heim úr vinnunni. Ég þvæ á mér andlitið, líkamann, skrúbba húðina og syng laglaust.“

Jason Momoa

Leikarinn Jason Momoa, sem er kannski betur þekktur sem ofurhetjan Vatnsmaðurinn eða Aquaman, fullvissaði aðdáendur sína um að hann sé ekki mótfallinn daglegum sturtuferðum.

„Ég er ekki að fara að byrja með neina tísku. Ég fer í sturtu, treystið mér. Ég er Aquaman. Ég er í fjandans vatninu.“

Kapteinn Ameríka sjálfur, Chris Evans, tók undir með vatnsmanninum „Ég er alltaf í sturtu“

Jodie TurnerSmith og Joshua Jackson

Leikarahjónin Jodie TurnerSmith og Joshua Jackson baða sig reglulega ef marka má tíst Jodie fyrir helgi þar sem hún sagði: „Áður en þið farið að spyrja þá böðum við okkur á þessu heimili“. En tístinu var klárlega beint að sturtustríðinu mikla.  Jodie er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Nightflyers á meðan Joshua skaut upp á stjörnuhimininn eftir hlutverk sitt í unglingaþáttunum Dawson’s Creek.

June Diane Raphael

June Diane Raphael sem meðal annars leikur í þáttunum vinsælu á NetflixGrace and Frankie, hefur einnig blandaði sér í stríðið.

„Ég baða sjálfa mig og börnin mín daglega,“ sagði hún á Twittter.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“