fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Chelsea, KGB, olígarkar og Pútín

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 18:30

Putin‘s People. Mynd:Amazon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa réttarhöld yfir í Lundúnum í máli sem Roman Abramovich, eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea, og fleiri olígarkar, sem eru tryggir og trúir stjórnvöldum í Kremlhöfuðu gegn blaðamanninum Catherine Belton og bókaforlagi hennar vegna bókar hennar sem fjallar um fjármál tengd Kreml.

Abramovich telur að í bókinni, sem heitir Putin‘s People, hafi verið brotið gegn honum og hann eigi því rétt á bótum. Í bókinni, sem gagnrýnendur hafa hafið til skýjanna, er fjallað um hvernig sovéska leyniþjónustan KGB, sem heitir nú FSB, hefur lagt hið pólitíska kerfi Rússlands undir sig og stjórnar stórum hluta atvinnulífsins í landinu.

Með þessu hefur fámennur hópur fólks náð að auðgast svo mikið að það er hafið yfir skilning venjulegs fólks að hægt sé að eiga svona mikinn auð. Þetta er niðurstaða rannsóknar Belton sem hefur fjallað um málefni Rússlands síðustu tvo áratugina. Í bókinni kemur fram að þessi auðsöfnun þessa fámenna hóps valdi ekki aðeins vanda í Rússlandi því þar sem auðurinn sé svo mikill þá sé hann „á virkan hátt notaður til að grafa undan og spilla stofnunum og lýðræði á Vesturlöndum“.

Catherine Belton. Mynd:Twitter

Skoðanir á borð við þessa eru ekki hátt skrifaðar í Moskvu og Abramovich er ekki eini auðjöfurinn sem reynir að koma höggi á Belton. Njóta auðjöfrarnir aðstoðar vel launaðra breskra lögmanna við þessar tilraunir sínar. Rússneska ríkisolíufélagið Rosneft telur einnig að í bókinni sé vegið að orðspori þess en í bókinni er því lýst hvernig fyrirtækið hafi tekið olíufyrirtækið Yukos yfir fyrir slikk eftir að eigandi þess, Mikhail Khodorkovskij, féll í ónáð og var sendur í fangabúðir í Síberíu. Það er Igor Setjin, fyrrum liðsmaður KGB, sem stýrir Rosneft og hefur hann verið í fararbroddi í árásum á fjölmiðlafrelsi í Rússlandi með himinháum bótakröfum gegn fjölmiðlum sem hafa dirfst að spyrja spurninga um vafasama viðskiptahætti Rosneft.

Chelsea

Kaup Abramovich á Chelsea árið 2003 er eitt af lykilatriðunum í málshöfðuninni gegn Belton og HarperCollins bókaútgáfunni. Abramovich breyttist nánast á einni nóttu úr munaðarlausum götusala í umsvifamikinn kaupsýslumann í rússneska olíuiðnaðinum en það gerðist í náinni samvinnu við Boris Berezovskij, sem lést á dularfullan hátt í Lundúnum 2013. Þeir félagarnir virðast hafa hagnast á góðum tengslum við nánustu vini og samstarfsfólk Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta.

Berezovskij talaði mikið fyrir því að Vladímír Pútín myndi taka við af Jeltsín en varð síðar harður gagnrýnandi Pútíns og vilja sumir meina að það hafi kostað hann lífið. Abramovich hefur hins vegar alltaf gætt þess að styggja ekki vini sína í Kreml.

Abramovich, fyrir miðju, eigandi Chelsea er ósáttur við bókina.

Í bókinni hefur Belton eftir heimildarmanni að Pútín hafi beðið Abromvich að kaupa Chelsea til að koma Rússlandi á kortið á alþjóðavettvangi. Þetta fellur ekki í góðan jarðveg hjá Abromvich og sagði lögmaður hans fyrir dómi að í bókinni sé sú mynd dregin upp af honum að hann hafi aðeins verið verkfæri í höndum spilltrar og hættulegrar einræðisstjórnar.

Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp í september. Sérfræðingar hafa varað við að ef Belton og HarperCollins tapi málinu muni það gera blaðamönnum og öðrum sem rannsaka fjármál Kremlar og hagsmunatengsl lífið leitt. „Hinn eiginlegi tilgangur þessa máls, sem er án hliðstæðu, að hræða blaðamenn, rithöfunda og útgefendur frá því að fjalla um rússnesk málefni,“ skrifaði Nigel GouldDavies, sem var áður breskur stjórnarerindreki og er nú sérfræðingur hjá hugveitunni IISS, í Moscow Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur