fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Kanadamenn vilja innflytjendur til landsins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 07:30

Innflytjendur eru velkomnir til Kanada. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísk yfirvöld vilja gjarnan fleiri innflytjendur til landsins en á þessu ári vilja þau taka á móti 401.000 innflytjendum. En heimsfaraldur kórónuveirunnar gerir þeim erfitt fyrir við að ná þessum fjölda. Af þessum sökum beina þau nú sjónum sínum og aðgerðum að því að reyna í auknum mæli að halda í innflytjendur sem eru nú þegar í landinu.

Þetta er fólk sem uppfyllir hugsanlega ekki skilyrðin fyrir að fá að vera áfram í landinu en yfirleitt er litið til menntunar fólks og starfsreynslu þegar kemur að úthlutun landvistarleyfa. The Washington Post skýrir frá þessu.

Marco Mendicion, ráðherra innflytjendamála, sagði í samtali við blaðið að innflytjendur séu hluti af áætlun ríkisstjórnarinnar um að hraða endurreisn efnahagslífsins og styrkja stöðu þess til framtíðar.

Ríkisstjórnin hefur gripið til margvíslegra aðgerða í þessu skyni og hefur þeim og fjölgun innflytjenda almennt verið vel tekið.

Áður en heimsfaraldurinn skall fjölgaði Kanadamönnum á hraða sem hefur ekki sést áratugum saman og var fólksfjölgunin meiri en hjá hinum ríkjunum í hópi G7. Aðalástæðan var mikill fjöldi innflytjenda miðað við tölur frá kanadísku hagstofunni en samkvæmt þeim stóðu innflytjendur á bak við 86% af fjölguninni 2019. Það ár fengu 314.175 innflytjendur varanlegt dvalarleyfi en 2015 voru þeir 271.840. Áhrifa heimsfaraldursins gætti mjög á síðasta ári og aðeins voru gefin út 184.595 varanleg dvalarleyfi en fyrirhugað var að gefa út 341.000 slík leyfi. Þetta var höfuðverkur fyrir yfirvöld því mjög er treyst á innflytjendur til að vega á móti lágri fæðingartíðni og sífellt hækkandi meðalaldri.

Til að mæta þessum samdrætti á síðasta ári tilkynnti ríkisstjórnin í október síðastliðnum að 401.000 innflytjendur muni fá dvalarleyfi á þessu ári og að leyfin verði 411.000 á næsta ári og 421.000 árið 2023.

Til að ná þessum fjölda er sjónunum nú beint að fólki sem er þegar í landinu og er með tímabundin atvinnuleyfi. Um 90.000 manns er að ræða. Þar af eru um 40.000 námsmenn, 20.000 starfsmenn í heilbrigðisgeiranum og 30.000 starfsmenn í öðrum „nauðsynlegum“ störfum, til dæmis afgreiðslufólk, húsverði og kjötiðnaðarmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga