fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Jöklar landsins hafa hopað um sem nemur 10 Þingvallavötnum á öldinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 08:00

Öræfajökull. Mynd:Andrea Schaffer/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá aldamótum hafa jöklar hér á landi minnkað um 800 ferkílómetra en það svarar til um 10 Þingvallavatna. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur og prófessor, segir þetta vera áminningu um áhrif loftslagsbreytinganna hér á landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að frá árinu 1900 hafi jöklarnir minnkað um 15% eða sem nemur 2.200 ferkílómetrum. Frá síðustu aldamótum hefur hraðinn á undanhaldi jöklanna aukist og er það nú orðið 800 ferkílómetrar.

„Það er ekki lengur nokkur vafi að þessar breytingar eru að gerast og að þær eru af mannavöldum,“ sagði Guðfinna í viðtali á Fréttavakt Hringbrautar í gærkvöldi.

Jöklar þekja nú um 11% landsins. Þar af þekur Vatnajökull 8% landsins en hann tapar nú 4 ferkílómetrum af frera sínum árlega og að auki þynnist hann um hálfan metra.

Fram til ársins 1900 höfðu jöklarnir verið í sókn og hækkað í fimm aldir. Þeir byrjuðu síðan að hopa í upphafi tuttugustu aldarinnar. Þetta gerðist nokkuð hratt fram til 1950 en þá hægðist á þessu í tvo áratugi og frá 1970 til 1995 sóttu þeir lítillega fram en síðan hefur þróunin verið á einn veg.

„Þetta er mikið, þetta eru margir fótboltavellir á hverju ári. Þeir eru að bregðast við hlýrra loftslagi, þeir eru búnir til við kaldari aðstæður og nú þegar hlýnar þurfa þeir að bregðast við,“ sagði Guðfinna um þessa þróun.

Öruggt er talið að ásýnd landsins muni breytast á öldinni vegna þess hversu mikið jöklarnir hopa. Samhliða hlýnandi veðri mun afrennsli jöklanna væntanlega aukast mikið en nú koma um 20% árrennslis úr jöklum. Um leið og jöklarnir hopa mun land rísa, einkum á suðausturhluta landsins, þar sem minna farg hvílir á því. Að auki má reikna með hækkandi sjávarstöðu.

„Þessar breytingar eru óvenjulegar því þær eru mjög hraðar og eru klárlega af mannavöldum. Fyrri breytingar hafa verið af náttúrulegum loftslagsbreytingum sem verða vegna afstöðu jarðar og sólar sem er algjörlega náttúrulegt. Það eru bara 150 ár síðan við fórum að brenna kolefniseldsneyti og leiða svona mikinn koltvísýring út í loftið sem hefur greinileg áhrif til hlýnunar andrúmsloftsins,“ sagði Guðfinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við