fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Skoða að breyta Skeljungi í skráð fjárfestingafélag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðandi hluthafar í Skeljungi skoða nú að breyta félaginu þannig að verði skráð fjárfestingafélag. Til þess þarf að gera breytingar á samþykktum félagsins. Hugmyndirnar hafa verið kynntar fyrir lífeyrissjóðum sem eru meðal hluthafa. Ef af verður, verður félagið áfram skráð á markað.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að stjórnendur og hluthafar, sem fara með ráðandi eignarhlut í Skeljungi, skoði nú hvort gera eigi breytingar á samþykktum félagsins þannig að kveðið verði á um að megintilgangur þess sé fjárfestingastarfsemi. Félagið rekur nú meðal annars rúmlega 60 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar.

Markaðurinn segist hafa heimildir fyrir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, hafi fundað með lífeyrissjóðum, sem eru meðal stærstu hluthafanna í félaginu, í síðustu viku og kynnt þeim hugmyndir þessa efnis.

Til að þetta geti orðið að veruleika þurfa hluthafar, sem ráða yfir að minnsta kosti 66,7% hlutafjár í félaginu, að samþykkja það. Stærsti hluthafi félagsins frá því í byrjun ársins er félagið Strengur en það á rúmlega 50% hlut. Jón Ásgeir, Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona hans, og Sigurður Bollason, fjárfestir, eru í forystu félagsins.

Markaður Fréttablaðsins segir að forsvarsmenn Strengs og stjórnendur Skeljungs hafi ítrekað lýst yfir að félagið eigi að draga úr vægi sölu eldsneytis í starfsemi sinni og fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna þeirra orkuskipta sem eru að eiga sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur