fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Myrti ferðamann og stal 1.000 krónum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 08:00

Taílenskir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fann taílenska lögreglan Nicole SauvainWeisskopf, 57 ára svissneska konu, liggjandi með andlitið ofan í vatni í Phuket. Svart lak var breitt yfir hana og farsími hennar, stuttbuxur og skór lágu nærri henni. Hún var látin.

Á sunnudaginn handtók lögreglan 27 ára heimamann, Theerawut Tortip, sem er grunaður um að hafa myrt hana og stolið reiðufé frá henni. Hann hafði sem svarar til um 1.000 íslenskra króna upp úr krafsinu. BBC skýrir frá þessu.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvernig konan var myrt og hvort eitthvað meira hafi legið að baki en þjófnaður á reiðufé.

Upp komst um Tortip á grunni upptaka úr eftirlitsmyndavélum sem sýndu að hann hafði verið við sama foss og Nicole SauvainWeisskopf á sama tíma og hún. Hann játaði síðan að hafa myrt hana eftir langa yfirheyrslu.

Þann 1. júlí hófst tilraun taílenskra yfirvalda til að fá fleiri ferðamenn til landsins. Í henni felst að bólusettir ferðamenn mega koma til Phuket án þess að fara í sóttkví. Þeir verða að dvelja á eyjunni í 14 daga en eftir það mega þeir fara til meginlandsins.

Yfirvöld hafa nú hert öryggisgæslu á eyjunni í kjölfar morðsins því þau óttast að það verði til að fæla ferðamenn frá. Um 16.000 ferðamenn hafa komið til eyjunnar síðan tilraunin hófst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn