Sá sem lést bjó í bænum Guéckédougou. Marburgveiran er í ætt með Ebóluveirunni. Hún er sjaldgæf en hefur komið fram á ýmsum stöðum í Afríku síðustu 50 árin.
Fyrsta tilfellið var skráð 1967 en þá voru apar, sem voru smitaðir af veirunni, fluttir til Þýskalands og þáverandi Júgóslavíu þar sem þeir voru notaðir á tilraunastofum. Sjö starfsmenn tilraunastofanna létust af völdum veirunnar. 1975, 1980 og 1987 voru litlir faraldrar veirunnar í Afríku.
1998 til 2000 var faraldur veirunnar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og létust 125. 2004 og 2005 létust 227 lífið af völdum hennar í Angóla. Síðar létust 15 í Úganda af völdum hennar.
WHO segir að það verði að stöðva útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að Marburgveiran berist hingað og þangað þýðir að við verðum að stöðva hana,“ segir Matshidiso Moeti, svæðisstjóri WHO í Afríku.
Yfirvöld í Gíneu vinna nú að smitrakningu og upplýsingaherferð er hafin í landinu til að fræða almenning um veiruna og stöðva smit. Sérfræðingar frá WHO eru komnir til landsins til að aðstoða við að stöðva útbreiðslu hennar.
Veiran berst í fólk frá ákveðinni tegund leðurblaka og berst síðan á milli fólks með beinni snertingu við líkamsvökva.