fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Tóku upp kynlífsmyndband á golfvellinum í Vestmannaeyjum – „Hræðilega leiðinlegt að fólk skuli vera að því,“ segir framkvæmdastjóri Golfklúbbsins

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 13:20

Skjáskot/YouTube og Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskar OnlyFans-stjörnur hafa undanfarið tekið upp myndbönd af sér að stunda kynlíf utandyra. DV greindi frá því í síðustu viku að þau Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir hafi tekið upp kynlífsmyndband utandyra í Vestmannaeyjum. Nú hefur kollegi þeirra, Birta Blanco, slegist með í för en Birta birti myndband á Twitter-síðu sinni þar sem hún auglýsir nýtt myndband sem hún tók upp ásamt þeim Ingólfi og Ósk.

Sjá einnig: Íslendingar tóku upp kynlífsmyndband utandyra í Vestmannaeyjum – „Við vorum gripin glóðvolg“

Að þessu sinni er myndbandið tekið upp á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Birta segir í færslunni á Twitter að hún og Ósk hafi veitt Ingólfi munnmök á golfvellinum og birtir svo skjáskot úr myndbandinu þar sem þær sjást gera einmitt það. Birta segir þá að hún sé búin að birta myndbandið á OnlyFans-síðu sinni.

„Hræðilega leiðinlegt að fólk skuli vera að því“

Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja, hafði ekki heyrt af gerð myndbandins. „Ég hef bara ekki heyrt af þessu, hvorki séð né heyrt,“ segir Elsa. „Þetta er bara hræðilega leiðinlegt ef svo er,“ segir hún svo en myndbandið var vissulega tekið upp.

Golfklúbburinn hefur ekki fengið neinar ábendingar frá fólki eða óskir um að taka upp efni á vellinum. „Hvorki ábendingar né ósk um leyfi til að fá að nota völlinn undir slíkt,“ segir Elsa en Golfklúbburinn hefði ekki veitt slíkt leyfi. „Nei, auðvitað ekki. Þetta er á engan hátt á ábyrgð Golfklúbbsins eða neins hér.“

„Það er ekkert sem bannar þér að stunda kynlíf undir beru lofti“

DV ræddi við lögmanninn Ómar R. Valdimarsson um það hvort ólöglegt sé að taka upp myndband eins og þau Birta, Ingólfur og Ósk gerðu. Ómar bendir á að ekki er ólöglegt að stunda kynlíf utandyra. „Það stendur hvergi í lögunum að það megi ekki stunda kynlíf undir beru lofti en ef það væri í kringum aðra aðila sem urðu varir við þetta með einhverjum hætti þá væri það náttúrulega bara velsæmisbrot,“ segir hann.

„Svo eru lögreglusamþykktir fyrir hvert sveitarfélag sem gætu tekið á þessu með einhverjum sambærilegum hætti, þá væri það aftur út af velsæmi. En heilt yfir, það er ekkert sem bannar þér að stunda kynlíf undir beru lofti ef þú vilt það, hvort sem þú ákveður að taka myndir af því eða ekki.“

Þrátt fyrir að ekki sé ólöglegt að stunda kynlíf utandyra, að því gefnu að það særi ekki blygðunarkennd annarra, þá er klám ennþá ólöglegt hér á landi. „Klám er bannað á Íslandi, klám er bannað en þetta er bara eitthvað sem lögreglan er kannski ekki að einbeita sér að,“ segir Ómar.

„Ég skil það svosem, enda fullkomlega óeðlilegt að löggjafinn og framkvæmdavaldið sé með puttana í því hvernig fólk ákveður að haga sér í svefnherberginu, eða utan svefnherbergisins. Þegar um er að ræða tvo einstaklinga sem eru að gera eitthvað sem þeir vilja gera þá ætti það að sjálfsögðu ekki að koma löggjafarvaldinu eða framkvæmdarvaldinu við.“

Ómar telur það ekki vera líklegt að lögreglan fari að eltast við að sækja íslenskar OnlyFans-stjörnur til saka. „Mér þykir það frekar ósennilegt en það er svosem ekki hægt að útiloka það. Ég held bara að lögreglan hafi aðra þarfari hluti að gera,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður