fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Sjötti hver Þjóðverji er við fátæktarmörk

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 16:00

Það eru ekki allir Þjóðverjar sem hafa það gott. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskaland er ríkasta landið í ESB en það þýðir ekki að allir landsmenn hafi það gott. Um sjötti hver Þjóðverji, eða 14 milljónir, lifir í fátækt eða við fátæktarmörk. Landið er þekkt sem ein best smurða útflutningsmaskína heims og fjárhagsleg umsvif landsins og þýskra fyrirtækja eru mikil.

En velferðarkerfið er ekki eins gott og á Norðurlöndunum og mörg göt eru í því og því finna milljónir landsmanna fyrir. Um 14 milljónir þeirra búa við fátækt eða eru við fátækramörkin. Margir þeirra eru með eitt eða fleiri störf en það dugir ekki til. Fátæktarmörkin eru miðuð við 60% af meðallaunum einstaklings eða sem svarar til um 160.000 íslenskra króna á mánuði. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur ekki orðið til þess að bæta stöðuna. Christopher Butterwegge, sérfræðingur, segir að staðan sé mikið áhyggjuefni þar sem þeir ríku verði sífellt ríkari og hinum fátæku fjölgi. ARD skýrir frá þessu.

Laun í mörgum starfsgreinum eru lág og það gerir fólki erfitt fyrir við að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum, jafnvel þótt það sé í fleiri en einu starfi. Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem sitja fastir um langa hríð í fátækt eftir að þeir detta niður í þann hóp. Þeir hópar sem eru í mestri hættu á að lenda í fátækt eru fólk án menntunar, einstæðir foreldrar, innflytjendur og fjölskyldur með þrjú eða fleiri börn. Ellilífeyrisþegar eru einnig í hættu á að verða fátækt að bráð.

Að meðaltali elst fimmta hvert þýskt barn upp í fátækt. Það hefur áhrif á möguleika þeirra á að standa sig vel í skóla og mennta sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana