fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Aukinn laxadauði vegna þörunga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessu ári hafa óvenjulega mikil afföll verið af laxi í sjókvíum og var hann sérstaklega mikill í júní. Margþættar skýringar eru á þessu að sögn dýralæknis hjá Matvælastofnun sem bendir á að þörungablómi hafi valdið nokkrum laxadauða í vor.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á fyrri helmingi ársins hafi afföll af laxi, sem er alinn í sjókví hér á landi, verið 3.478 tonn. Þessar tölur er hægt að lesa á heimasíðu Matvælastofnunar (MAST) sem fær upplýsingar frá fiskeldisfyrirtækjunum. Út frá þessum upplýsingum er að sögn Fréttablaðsins hægt að reikna að 1.350.000 laxar hafi drepist í sjókvíum á fyrri helmingi ársins.

Af þeim drápust 400.000 í júní. Hlutfallslega drápust þrefalt fleiri laxar í sjókvíum í júní á þessu ári en á síðasta ári. „Það er engin ein skýring á þessu heldur er þetta sitt lítið af hverju,“ er haft eftir Gísla Jónssyni, dýralækni fisksjúkdóma hjá MAST, um orsakirnar. Hann sagði að afföll í seiðaflutningum og óvenjulega mikill kísilþörungablómi á Austfjörðum og Vestfjörðum í lok maí og byrjun júní eigi hlut að máli. „Aðalatriðið er að það séu engir smitsjúkdómar á ferðinni og það hefur ekkert slíkt komið upp en við tókum eftir því að þegar þörungarnir byrjuðu að láta á sér kræla þá urðu aukin aföll (sic) í kvíunum, þörungarnir fara svolítið illa í tálknin,“ sagði hann einnig.

Laxeldi hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Árið 2015 var framleiðslan 3.260 tonn en á síðasta ári var hún 34.341 tonn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti