fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Fjórðung kórónuveirusmita í Danmörku má rekja til sumarleyfisferða til útlanda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 06:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af þeim Dönum sem greindust með kórónuveiruna síðustu sjö daga þá smituðust 24,1% þeirra þegar þeir voru í fríi erlendis. Dönsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær.

Politiken skýrir frá þessu. Fram kemur að rekja megi sérstaklega mörg tilfelli til Spánar en þar herjar heimsfaraldurinn af miklum krafti. Danska utanríkisráðuneytið hvetur landsmenn til að „sýna sérstaka aðgæslu“ ef þeir fara til Spánar.

Einnig koma margir smitaðir heim úr fríi í Frakklandi, Grikklandi, Tyrklandi og Búlgaríu. Í öllum þessum löndum eru smit mun fleiri hlutfallslega en í öðrum Evrópulöndum sem Danir fara gjarnan til í frí.

Søren Riis Paludan, prófessor í smitsjúkdóma- og ónæmisfræði við Árósaháskóla, sagðist í samtali við Politiken ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. Búið sé að bólusetja alla í áhættuhópum og því eigi ekki að einblína svo mikið á fjölda smita. „Svo lengi sem þetta veldur ekki vandræðum fyrir heilbrigðiskerfið eða lýðheilsuna almennt þá sé ég engan sérstakan vanda við þetta,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur