Frá þessu greinir DailyStar en þar segir Samantha að hún hafi ákveðið að halda framhjá manninum sínum þegar hún komst að hann hafði haldið framhjá sér í annað skipti. Eftir fyrsta skiptið hafði hún ákveðið að fyrirgefa honum en þegar hún sá að hann hafði gert það aftur fyrr á þessu ári ákvað Samantha að spila sama leik.
Samantha opnaði aðgang á vefsíðunni IllicitEncounters en síðan er vinsælasta framhjáhaldssíða Bretlands. Samantha þekkir vefsíðuna vel þar sem hún og Paul stunduðu það bæði að halda framhjá fyrri mökum sínum. „Við féllum svo fyrir hvoru öðru þegar við kynntumst, kynlífið var magnað og við lofuðum hvoru öðru að hætta að halda framhjá,“ segir Samantha. „Svo komu börnin og við vorum bæði of upptekin í uppeldinu til að hugsa um að halda framhjá.“
Þegar Samantha ákvað að halda framhjá eiginmanninum sínum stóð hún frammi fyrir hlaðborð af mönnum sem vildu stunda kynlíf með henni. 20 menn höfðu samband við hana í gegnum IllicitEncounters í von um að fá að stunda kynlíf með henni.
Fyrsti maðurinn sem Samantha hitti heitir Simon og vinnur í tölvugeiranum. Hún segir að Simon sé mikið fyrir BDSM kynlíf og að hann hafi viljað halda framhjá konunni sinni vegna lítils áhuga hennar á því að láta binda sig. „Við stunduðum kynlíf á fyrsta stefnumótinu okkar í Sherwood skóginum í nágrenni Nottingham,“ segir Samantha. „Við gerðum það á lautarferðateppi eftir að við vorum búin í göngu.“
Samantha segir að eftir kynlífið hafi Simon opnað ferðatösku í bílnum sínum og sýnt henni innihald töskunnar. Þar sá hún allt fullt af BDSM dóti, handjárnum og fleiru. Simon stakk upp á að þau myndu nota eitthvað í töskunni næst þegar þau myndu hittast og það gekk eftir. „Ég prófaði það einu sinni, við notuðum handjárn og hann batt fyrir augun mín en það var ekki alveg fyrir mig,“ segir Samantha. Leiðir hennar og Simon skildu eftir þetta en þó í góðu.
Annar maðurinn sem Samantha hélt framhjá með eiginmanninum sínum var frumkvöðullinn Hugh en þau hittust fyrst í maí á þessu ári. „Hugh lítur mjög vel út og það snérist allt um lostann með honum – við áttum fátt sameiginlegt,“ segir hún en þau náðu þó vel saman í rúminu. „Ég hitti Hugh ennþá við og við en eftir að ég fékk seinni bólusetninguna mína í byrjun júlí byrjaði ég að halda framhjá með þriðja manninum, Sonny.“
Þeir Simon og Hugh áttu það sameiginlegt að vera eldri en Samantha, Sonny var hins vegar yngri, 32 ára gamall. „Hann giftist æskuástinni sinni og þegar hann var orðinn þrítugur fattaði hann að hann vildi stunda kynlíf með fleiri konum,“ segir Samantha.
„Kynlífið er frábært og við höfum gaman saman. Það væri hægt að segja að ég sé að njóta sumarsins,“ segir hún en hún kallar þennan tíma „sumar ástarinnar“.
Samantha segist ekki vera með ónotatilfinningu þrátt fyrir að hún sé að halda reglulega framhjá eiginmanni sínum. Hún skammast sín ekki þar sem hún veit að hann hefur haldið framhjá sér með tveimur konum. „Hann lofaði mér að vera mér trúr eftir fyrra framhjáhaldið en þegar ég komst að því seinna þá treysti ég honum lítið. Við erum bæði einkaþjálfarar þannig það er auðvelt að fela framhjáhald, við getum bæði sagt að við séum bara að hitta viðskiptavini.“
Þrátt fyrir að hún hafi gaman að því þá ætlar hún ekki að halda framhjá Paul að eilífu. „Ég mun hætta þessu fljótlega því strákarnir eru að verða eldri og ég vil ekki að þeir haldi að það sé eitthvað að í hjónabandinu okkar,“ segir hún.
„Ég hef ekki ennþá sagt Paul frá framhjáhaldinu en ég er viss um að hann komist að þeim fljótlega. Það er óhjákvæmilegt að ég geri einhver mistök, hann mun sjá mig senda þeim skilaboð eða finna lyktina af ástinni,“ segir Samantha svo og þvertekur fyrir að hún muni skammast sín þegar það gerist. „Ég er að stunda besta kynlíf ævi minnar og í augnablikinu sé ég enga ástæðu til að hætta því.“