Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner birti í gær mynd sem vakti gríðarlega athygli. Á myndinni er Kylie ber að ofan og húðuð gulli. Ástæðan fyrir gullhúðuninni er sú að hún er að gefa út nýja farðalínu með gull þema.
„Ahhhh!!! Ég á afmæli eftir 8 daga!!! og að sjálfsögðu varð ég að fagna því með annarri afmælislínu! 24K gull þema fyrir 24 ára afmælið mitt,“ segir Kylie með myndinni sem hún birti á samfélagmsiðlinum Instagram en nýja línan kemur út þann 10. ágúst næstkomandi.
„Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur þessa línu á morgun,“ segir hún svo og hvetur fylgjendur sína til að fylgjast vel með.
Farðafyrirtæki Kylie, Kylie Cosmetics hefur verið afar vinsælt á undanförnum árum. Kylie hefur mokgrætt síðan fyrirtækið var stofnað en það átti stóran hlut í að gera hana að yngsta „sjálfgerða“ milljarðamæringi sögunnar. Fyrirtækið er metið á um 1,2 milljarð dollara, eða um 149 milljarða í íslenskum krónum.
View this post on Instagram