Það getur verið vandasamt fyrir suma að læra nöfn á fólki og eiga margir í miklum erfiðleikum með að muna hvað frægir Íslendingar heita. Sérstaklega þegar einstaklingarnir eiga sér millinafn eða slíkt sem það notar ekki dagsdaglega.
Þá eru einnig einhverjir sem eiga sér eiginnafn og millinafn en nota einungis millinafnið. Nú er komið að þér að sjá hversu klár þú ert með nöfn fræga fólksins. Það á eftir að reynast ansi erfitt að ná öllu rétt en við vonum það besta.
Gangi þér vel!
Fyrir hvað stendur B-ið í nafni Dags B. Eggertssonar?
Það vita það ekki margir en Yrsa Sigurðardóttir notar einungis millinafnið sitt. Veistu hvert eiginnafn hennar er?
Ragnhildur er millinafn Röggu Gísla en hvert er eiginnafn hennar?
Veistu hvert millinafn Erps Eyvindarsonar er?
Okkar ástkæra Alma Möller á sér millinafn, hvert er það?
Kristbjörg Kjeld á sér lítt þekkt millinafn, hvert er það?
Ólafur Stefánsson á sér millinafn, hvert er það?
Hvert er millinafn Selmu Björnsdóttur?
Hvert er millinafn Magnúsar Scheving?
Gunnar Nelson á sér millinafn sem ekki margir hafa heyrt, veistu hvert það er?
Fullt nafn fræga fólksins
Úff...
Þetta getur ekki talist sem góður árangur, þú verður að kíkja oftar inn á Íslendingabók!
Deildu snilli þinni!
Fullt nafn fræga fólksins
Frábært!
Þú stóðst þig frábærlega! Það munaði svo litlu að þú næðir öllu, eiginlega smá grátlegt.
Deildu snilli þinni!
Fullt nafn fræga fólksins
Fullkomið!!
Þú náðir öllu rétt, vá hvað þú ert klár! Snilld, frábært, æðislegt, yndislegt, til hamingju!