fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Hvítrússar reyndu að nauðungarflytja keppanda heim frá Ólympíuleikunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 16:19

Krystsina Tsimanouskaya. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítrússkeski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya átti að keppa í 200 m  spretthlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Japan í dag. Krystina staðhæfir að fulltrúar frá ólympíusambandi Hvíta-Rússlands hafi komið inn á hótelherbergi hennar, sagt henni að pakka niður í töskur og koma með sér út á flugvöll. Átti að flytja hana nauðungarflutningi til Tyrklands og þaðan til Hvíta-Rússlands.

Á Haneda-flugvellinum í Tokyó leitaði Krystsina, sem er 24 ára gömul, liðsinnis japönsku lögreglunnar og neitaði að stíga um borð í flugvélina. Mannréttindasamtök frá Hvíta-Rússlandi segja að Krystina hafi ekki stigið um borð í flugvélina sem fljúga átti til Istanbul í Tyrklandi.

Krystsina Tsimanouskaya hefur gagnrýnt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi en þar ræður einvaldurinn Alexander Lukashenko ríkjum. Í maí síðastliðnum neyddu yfirvöld í Hvíta-Rússlandi flugvél frá Ryanair, sem var á leið frá Grikklandi til Litháen, til að nauðlenda í Hvíta-Rússlandi, undir yfirskini sprengjuhótunar. Hvítrússneskir leyniþjónustumenn námu þá á brott 26 ára gamlan hvítrússneskan blaðamann og andstæðing stjórnvalda, Rom­an Prota­sevich, úr flugvélinni.

Samkvæmt heimildum áðurnefndra mannréttindasamtaka er Krystsina Tsimanouskaya núna í öruggu skjóli en hún dvelst í sendiráði Austuríkis í Tokýó.

Heimild: Daily Mail

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga