fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Sema Erla reið: Gert til að niðurlægja hann og brjóta hann niður

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 5. mars 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í stað þess að gleðjast með þessum unga dreng og hrósa honum fyrir að vera óhræddur við að tjá tilfinningar sínar fer fjöldi fólks, flest allt fullorðið, hamförum á lyklaborðinu og níðist á honum á netinu. Er það gert til þess að niðurlægja hann, gera lítið úr persónu hans og brjóta hann niður. Hegðun þessara einstaklinga lýsir auðvitað engu nema þeirra eigin innræti, þeir eiga að skammast sín og fara sem fyrst í endurskoðun á hegðun sinni á internetinu.“

Þetta segir Sema Erla Serdar um þá sem hafa hneykslast á því að hinn 19 ára Ari Ólafsson sem sigraði í undankeppni Eurovision hafi fellt tár í beinni útsendingu. Fjöldi dæma var um hjá stuðningsmönnum Dags að þeim fannst hinn ungi Ari helst til of tilfinningasamur. Ari hafði grátið oftar enn einu sinni á meðan útsendingu stóð eins og kom fram í umfjöllun DV í gær. Í nokkuð mörgum tilvikum má sjá Ara líkt við Ingu Sæland alþingismann og formann Flokk fólksins sem komst eftirminnilega við í sjónvarpssal fyrir kosningar og vildu margir meina að það hefði fleytt Ingu og hennar fólki inná þing.

„Hann fellir tár af hamingju. Eðlilega,“ segir Sema Erla á Facebook og bætti við: „Sem betur fer lætur drengurinn þetta ekki á sig fá. Það er samt ekki alltaf þannig og þess vegna er þessi hegðun hættuleg. Hún getur kostað einstaklinga hluta af sjálfsmynd þeirra og hluta af sálarlífi þeirra, og það getur haft alvarlegar afleiðingar.“

Segir Sema að einn af mestu mannkostum sem fólk geti búið yfir sé að eiga auðvelt með að tjá tilfinningar sínar og geta rætt þær, það bjargi mannslífum.

„Að byrgja tilfinningar innra með sér, sérstaklega neikvæðar tilfinningar, og að eiga erfitt með að tjá þær, veldur andlegri vanlíðan sem alltof fáir leita sér aðstoðar með að vinna úr, sérstaklega ungt fólk. Það getur haft skelfilegar afleiðingar og það er ástæða þess að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi,“ segir Sema sem endaði pistil sinn á þessum orðum:

„Í gær vissi ég ekki hver Ari Ólafsson var. Í dag veit ég að hann er flottur, sterkur, hæfileikaríkur ungur drengur sem á glæsilega framtíð fyrir sér. Hann er fyrirmynd ungs fólks, mun betri fyrirmynd en fullorðna fólkið sem kann ekki að haga sér á Internetinu verður nokkurn tímann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar